föstudagur, 25. janúar 2008

Ég hef verið að vinna í ítarlegustu ævisögu allra tíma undanfarið sem ég hyggst gefa út rétt fyrir dauða minn eftir rúmlega 50 ár. Hér eru nokkrir kaflar úr bókinni:

14. kafli
Ég grét frekar mikið þennan daginn. Ég bætti það þó upp með svefni.

5.114. kafli
Þennan dag rakaði ég mig í fyrsta sinn og skar mig frekar illa. Ég huggaði mig við að ég ætti eftir að þjálfast í þessu og aldrei skera mig á fullorðinsárum. Sjaldan hefur nokkur maður haft jafn rangt fyrir sér.

10.773. kafli
Þennan snjóþunga dag hugsaði ég ekkert.


Talið er að bókin verði um 30.000 kaflar í tæplega 30 blaðsíðna bók. Harðspjalda.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.