Ég hef hafið stríð gegn hinni gerðinni af mér; hinum sofandi mér (sem hér eftir kallast Svefn Finnur), þar sem hann stundar það að slökkva á vekjurunum í svefni sem veldur því að ég sef mjög oft yfir mig.
Ég gerði árás í nótt með því að fela vekjarann. Svefn Finnur náði að slökkva á einum vekjaranum en ég lifnaði úr dáinu áður en næsti var slökktur. Fagnaðarlátum mínum ætlaði aldrei að linna.
Ég: 1
Svefn Finnur: 0
Svefn Finnur hafði hinsvegar þegar hrundið af stað gagnárás með því að láta mig vakna öfugan í rúminu með sængina á gólfinu. Auk þess hafði hann falið buxurnar mínar.
Í nótt hyggst ég stinga Svefn Finn á hol með stærðarinnar steikarhníf, sem ég geymi undir koddanum. Þá ætti lækka í honum rostann og tryggja mér sigur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.