Ég á erfitt með að lýsa því hversu illa mér er við orð. Mér er illa við þau af því það má túlka þau á alla vegu. Dæmi er samtal frá því um daginn:
[Tekið úr tilfinningaþrungnu samtali á msn]
Ég: Jó, votop?
x: Allt sæmilegt, en þú?
ég: sæmilegt? er ekki allt í lagi?
x: jú, ég sagði sæmilegt. Mér finnst það bara nokkuð gott.
ég: ó ;););(:(:(:/;/;/:(;;(:/:/
Þarna túlkaði ég líðanina "sæmilegt" sem eitthvað slæmt á meðan hinn aðilinn taldi það viðunandi líðan.
Ég legg, í kjölfarið, til breytingu á íslenska málinu; að fólk segi tölur á skalanum 0-10 um það hvernig því líður. 0 myndi tákna verstu mögulegu líðan og 10 þá bestu. Þannig hefði samtalið gengið betur upp:
Ég: Jó, votop?
x: bara 6,5. En þú?
ég: flott, gott að heyra. Ég segi 8,75.
x: frábært. Þá er ég komin upp í 7.
ég: og ég upp í 9.
x: :D
ég: :D:D:;(;););/(::(;););):
Allt gengur upp og enginn misskilningur!
Þetta má yfirfæra á hvað sem er. Meira um það síðar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.