Í dag ætlaði ég að versla mér einhverskonar vopn sem á að hjálpa mér að komast eitthvað áfram í mannmergðinni sem fylgir jólaörtröðinni í verslunum.
Ég fór í Kringluna. Þaðan þurfti ég frá að hverfa vegna þess að mig vantaði vopn til að getað verslað. Hér er því um Catch 22 stöðu að ræða.
Mér hefur dottið til hugar að panta vopnið á netinu en þar sem ég hef pantað mér alltof stórar peysur undanfarið þaðan, vil ég síður notast við netið af ótta við að panta mér óvart dómsdagsvopn í stað lítillar eldvörpu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.