Í dag beit ég mig í tunguna svo úr blæddi lengi. Það er ekki nógu sniðugt að tálga á sér tennurnar.
Allavega þetta hef ég lært í kjölfarið:
* Það er ekki gott að borða blóð í matinn heilan dag.
* Blóð er ekki góður eftirréttur heldur.
* Plástur festist illa á tungu.
* Sársauki minnkar ekki þó maður öskri eins hátt og líkaminn leyfir.
Þó þetta hafi verið óþægilegt og ógeðslegt, þá er ég feginn að þetta gerðist. Ég hef þroskast andlega í dag og lært ýmislegt nýtt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.