Í gærkvöldi spilaði ég póker með samtals 11 manns heima hjá Gústa bakara. Fyrir fyrsta sæti voru kr. 10.000 og annað sæti kr. 1.000, eða ca 0,05 krónur fyrir hverja sígarettu sem reykt var það kvöldið af flestum viðstöddum.
Eftir 5 tíma spil voru tveir eftir; ég og Hallgrímur (nýliði í hópnum). 90 mínútum síðar var ákveðið að fallast á jafntefli, enda helgin bráðum á enda. Við skiptum því 11.000 krónum á milli okkar.
Og þá kem ég að punktinum sem ég ætlaði að vekja athygli á: það eru til peningaseðlar með tölunni 5.000 á. Ég hafði lesið um þetta á wikipedia en aldrei óraði mig fyrir því að þetta væri satt. Ekki nóg með það, heldur á ég svona peningaseðil núna! 5.000 króna seðillinn er ekki þjóðsaga. Ég hef séð hann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.