Ég hef gert eftirfarandi í dag:
* Bætt við nýjum myndum frá leik UMFÁ gegn Laugdælum síðasta mánudag, á myndasíðu UMFÁ.
* Bætt við nýjum hlekk hér á hægri hönd á heimasíðu Körfuboltadeild UMFÁ.
* Uppfært hlekkinn á myndasíðuna mína.
* Byrjað aftur að lyfta.
* Gleymt lyklunum mínum að íbúðinni í andyri fjölbýlisins sem ég bý í.
* Vann í 8 tíma! Geðsýki.
* Fékk tilboð um að teikna utan á geisladiskahulstur fyrir misskilning. Ég tók því.
* Fékk tilboð um birtingu Arthúrs í virtu riti fyrir jól. Ég tók því.
* Borðaði bara hollan mat til klukkan 14:00.
* Borðaði bara óhollan mat eftir klukkan 14:00.
Eins og fólk sér er hver dagur í mínu lífi ævintýri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.