laugardagur, 24. nóvember 2007

Ég gerðist hégómafullur og skráði mig á facebook.com um daginn. Þegar ég hafði safnað nokkrum vinum gerðist ég enn hégómafyllri og setti mynd af mér inn á svokallað hot or not kassa og lét samfélagið dæma útlit mitt.

Eins og sjá má hér hef ég fengið 10 í einkunn. Ef meðaltal væri aðeins tekið af hæstu einkunn sem fengist hefur þá væri ég með hæstu mögulegu einkunn. Ég er í skýjunum. Ég hafði ekki hugmynd um að fólk fyndist þetta um mig!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.