Enn eitt átakið er hafið. Í þetta sinn hefst það í kjölfar þess að ég sá video af sjálfum mér spila körfubolta. Ég er of mjór.
Til að þyngjast þarf ég eftirfarandi:
* Lyfta lóðum eins og fjöldamorðingi.
* Ekki sleppa úr máltíð.
* Borða kreatín á morgnanna og eftir æfingar/á kvöldin.
* Borða prótein eftir æfingar.
* Borða glútamín fyrir eða eftir æfingar.
* Aldrei hætta og aldrei taka mér pásu!
* Aldrei saga af mér útlim.
Ef ég er heppinn verð ég alvöru strákur einn daginn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.