fimmtudagur, 11. október 2007

Ég lenti í áhugaverðum slagsmálum í morgun. Slagsmálin snérust ekki um hvort ég rotaðist eða ekki, heldur hvort ég vaknaði af rotinu eða ekki.

Það var ekki fyrr en í 12. lotu að ég var sleginn endanlega upp af vekjaranum, sem ég hafði slegið niður 11 sinnum, án þess að ná að rota hann eða drepa.

Ég mætti svo aðeins of seint í vinnuna vegna bardagans, með glóðarauga á heilanum og blóðnasir í augunum úr þreytu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.