miðvikudagur, 19. september 2007

Stórfréttir!

Á síðustu körfuboltaæfingu var ég skipaður Forstöðumaður Samskiptasviðs Meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Álftaness (FSMKÁ) af Forseta og þjálfara Meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Álftaness (FÞMKÁ), Ragga.

Mitt fyrsta verk var að senda póst og sms á meðlimalista liðsins, minnandi þá á æfingu í kvöld.

Það er reyndar mitt eina starf undir þessum titli, fyrir utan að finna upp titilinn yfir þetta starf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.