Í hádeginu í dag var vænn skammtur af vonbrigðum í matinn:
1. Ég skoðaði rétti dagsins í mötuneyti 365 og ályktaði, réttilega, að þeir hentuðu mér ekki.
2. Fékk mér samloku í staðinn og bað um kók.
3. Kókið var búið. Örvænting greip um sig. Fékk mér 7up í staðinn.
4. Bað um Risahraun og í ca 300. skipti í röð var það ekki til. Smávægilegt taugaáfall átti sér stað. Þegar ég hafði verið vakinn af viðstöddum bað ég um Lion í staðinn.
5. Settist við borð og ætlaði að horfa á beina útsendingu frá Ástralíu (nágrannar). Þeir voru búnir og í staðinn byrjaður einhver miðaldra konuþáttur. Hann var ágætur.
Stundum veit ég ekki af hverju ég er að mæta í vinnuna yfir höfuð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.