mánudagur, 3. september 2007

Það þarf ekki mikið til að gleðja mig. Þessa dagana held ég mér mjög hamingjusömum með því einu að breyta öllum effum (F) í pé (p) ef þau birtast í miðju orði.

Þannig verður hin sorglega og ömurlega setning:

„Torfi hefur farið aftur að lyfta eftir dauða afa síns.“

Að hinni stórskemmtilegu og upplípgandi setningu:

„Torpi hepur farið aptur að lypta eptir dauða apa síns.“


Ótrúlega skemmtilegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.