miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Í gær ætlaði ég að blogga um að ég gleymdi einhverju, einhversstaðar á mikilvægum stað svo úr varð eitthvað mjög fyndið. En þá gleymdi ég að blogga í gær.

Í dag ætlaði ég því að bæta úr því með því að skrifa niður þessa minningu, en var þá búinn að gleyma hverju ég hafði gleymt og hvar.

Ég man samt að þetta var eitthvað rosalega fyndið. Vonandi nægir það. Amk þangað til ég gleymi að ég hafi gleymt þessu og man þessa frábæru sögu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.