þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Það er komið að hinu semi-árlega tískuhorni síðunnar!

Ég mæli ekki með einhverju af eftirfarandi:

* Að vera í of víðum buxum.
* Að vera í aðeins of lítilli peysu.
* Að vera í boxer nærbuxum sem smámsaman togast upp á bringu, einhverra hluta vegna.
* Að vera í hlírabol sem lyftist upp með deginum og endar eins og toppur.

Til að sanna mál mitt, en ekki vegna smekkleysu, var ég í öllu ofantöldu í gær. Ofan á þetta má svo bæta að ég gekk eins og kúreki, af ástæðum sem taldar eru í færslunni fyrir neðan. Aleiðingarnar voru þær að nú veit allt rassablætisáhugafólk í hvernig nærbuxum ég geng, sem er slæmt.

Í næsta tískuhorni mun ég fjalla um smekklega geimbúninga til að klæðast í sumarfríum til tunglsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.