mánudagur, 20. ágúst 2007

Í dag bar ég hátt í 3 tonn af innbúi milli staða með aðstoð Bergvins, sem ég skulda hér með mitt fyrsta afkvæmi fyrir hjálpina.

Ekki nóg með það heldur fór ég strax frá flutningum í að spila körfubolta í tvo tíma.

Ekki nóg með það heldur reif ég svo upp á mér ilina á æfingunni að ég þurfti að klippa húð í burtu, setja púður í sárið, kveikja í og setja svo Bangsimon plástur á bágtið.

Og ekki nóg með það heldur, því ég verslaði líka inn OG raðaði í því í ísskápinn.

Þið þarna úti; ég er ekki ofurhetja. Þið getið þetta líka. Bara fáið ykkur spandex-ofurhetjusamfesting eins og ég og þið getið allt!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.