Ég veit ekki hvernig á að orða það sem ég vil segja. Ég skal reyna:
Þann 23. mars 1989 skaust hinn 300 metra breiði loftsteinn 4581 Asclepius rétt um 700.000 kílómetra framhjá jörðinni. Jörðin var stödd á þeim stað sem hann fór 6 klukkutímum áður. Ef hann hefði lent á jörðinni er talið að það hefði orðið jafn slæmt fyrir jörðina og ein atómsprengja á sekúndu í 50 daga, sem er áhugaverður samanburður og frekar slæmt.
Af hverju að gera nokkurn skapaðan hlut ef svona getur gerst?
Umorðað: Ég nenni ekki að vinna í dag.
Ég er búinn að vera að googla afsökun fyrir því að sleppa því að vinna í allan dag.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.