Fyrir nokkrum dögum keypti ég mér nýja hversdagsskó en þeir gömlu voru uppeyddir.
Ég er lítið fyrir breytingar. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég valdi mér skó sem voru öðruvísi á litinn en þeir gömlu. Ég hélt í smá stund að ég væri orðinn nýungagjarn og frumlegur í ákvörðunum. Þetta hélt ég, valhoppandi um Kringluna í nýju skónum, syngjandi baráttusöng nýungagjarnra, þangað til Óli Rú benti mér á að skórnir eru nákvæmlega eins og þarsíðustu skórnir mínir.
Með kaupunum á síðustu skónum mínum [þeim sem ég henti núna] varð ég semsagt nýungagjarn. En það tímabil er búið, greinilega. Nú syng ég leiðinlegt lag íhaldsamra. Og er hættur að valhoppa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.