þriðjudagur, 24. júlí 2007

Í dag hafði ég planað að skrifa, á þetta blogg, vangaveltur um hvernig það væri að missa báða handleggina og fá í þeirra stað hangandi kjöthlussur sem ég hefði enga stjórn á. Nú þarf ég ekki að velta þessu lengur fyrir mér þar sem ég upplifði þetta í nótt.

Ég vaknaði semsagt um miðja nótt, hafandi sofið á báðum handleggjunum á mér svo að nægilega mikill náladoði náðist til að ég hafði enga tilfinningu í handleggjunum né getu til að hreyfa þá, rétt eins og að hafa hangandi kjöthlussur í stað handleggja.

Niðurstaða: Það var ekki nógu gaman.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.