sunnudagur, 22. apríl 2007

Í gærkvöldi hafði ég verið virk grænmetisæta í 444 daga. Það breyttist í kvöld þegar ég féll í kjötbindindinu og bragðaði væna sneið af kjöti.

Það gerðist reyndar gegn mínum vilja, þegar ég beit bylmingsfast í tunguna á mér. Ég hef aldrei öskrað jafn hátt og lengi, fyrir utan þegar ég fattaði að Soffía hafði borðað Risahraunið mitt fyrir ca viku síðu.

Tungubitinn var ágætur. Bragðaðist eins og kjúklingur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.