Gærdagurinn var planaður frá upphafi til enda. Planið gekk upp og ég var býsna ánægður.
Svona var planið:
15:00 Körfuboltaæfing.
18:00 Út að borða einhversstaðar.
20:00 Spila póker með karlaklúbbinum Fljúgðu Haukur (minnir mig að hann heitir).
00:00 Baða mig í peningum, öskrandi úr hamingju.
Svona varð þó dagurinn:
14:00 Vaknaði og borðaði morgunmat/kvöldmat.
15:00 Körfuboltaæfing sem var mjög skemmtileg.
18:00 Út að borða á Pizza Hut í Smáralind með Víði Þórarins.
20:10 Pókerspilun með Guggi, Magga Tóka, Víði og Gutta. Mjög skemmtilegt. Vann 500 króna mótið og lenti í 2. sæti í 1.000 króna mótinu. Maggi Tóka vann það.
01:00 Fór í 10-11 að versla mér nasl (fyndið orð). Rakst þar á Björgvin bróðir.
02:00 Reyni að baða mig úr peningum en of fáir seðlar. Öskraði samt úr hamingju á ósannfærandi hátt.
Magnaður dagur að baki.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.