þriðjudagur, 27. mars 2007

Ég fór á veikindasölustað um daginn og fékk mér eftirfarandi rétt:

Forréttur: Hausverkur í viku, blandað með smá ógleði.

Aðalréttur: Flensan meðe beinverkjum, svitaköstum, leiða, sleni, hnerra og meiri ógleði.

Eftirréttur: Óstjórnlegur hósti, kvef og almenn vanlíðan með snert af jarðaberjasósu.

Ég er við það að klára eftirréttinn þegar ég frétti í gær að með aðalréttinum hafi upphaflega átt að vera æluhneigð. Ég hugsa að ég fái endurgreitt. Næst ætla ég bara að fá mér kvef. Óþarfi að prófa eitthvað exótískt þegar kvef gerir það fyrir mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.