mánudagur, 19. febrúar 2007

Little miss sunshine

Ástæða vals: Markús Mark hafði samband eða ég við hann fimmtudagskvöld fyrir nokkrum vikum. Hvorugur þorði að viðurkenna í fyrstu að við vildum sjá þessa mynd. Svo rauf Markús þögnina. Þá var ekki aftur snúið.

Söguþráður: Klámfenginn öldungur, uppreisnargjarn unglingur, þunglyndur hommi í ástarsorg, einfalt stelpubarn, sjálfumglaður hrokagikkur og raunsær kvenmaður leggja af stað í ferð yfir bandaríkin til að vera viðstödd fegurðarsamkeppni barna, Little Miss Sunshine. Myndin er byggð upp á samtölum fyrst og fremst og lítið um fíflalæti.

Leikarar: 4 meðalfrægir leikarar. 3-4 semifrægir. Restin nánast óþekkt. Allir leikarar standa sig mjög vel. Gott ef einhverjir hafi ekki verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik.

Umgjörð: Það er ekkert sérstakt við umgjörð myndarinnar. Hún líður rólega í gegn, sem er gott. Þægilegur endir sem gerir hana næstum að 'feel-good' mynd. Næstum því.

Skemmtanagildi: Myndin er fyrst og fremst þægileg. Hún er ekkert sérstaklega fyndin og alls ekki spennandi. Hún hefur þó talsvert skemmtanagildi.

Annað: Myndin var sýnd í Regnboganum í "Grænni sýningu" sem þýðir að það er ekkert hlé og engum er hleypt inn eftir að myndin byrjar. Við Markús mættum á mínútunni sem átti að loka.

Annað2: Sýningin var vægast sagt skrítin. Þegar við vorum komnir inn og sestir kom í ljós að það var enginn undir fimmtugu í salnum. Ekki nóg með það heldur kom í ljós að þetta fólk ætlaði að skemmta sér í bíóinu, reynandi að hlæja að hverju einasta atriði, þó það hafi ekki verið eða hafi átt að vera fyndið.

Stjörnur: Þrjár stjörnur af fjórum. Fínasta mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.