fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Í fréttum af mér er þetta helst:

* Annað hvort er ég með krabbamein í andliti eða bólu sem harðneitar að hverfa.
* Ég vaknaði með hártoppinn að hluta til í lungunum í morgun. Ákvað því að panta klippingu. Þessi klipping verður svo tímabær að hún mun ekki aðeins breyta útliti mínu talsvert heldur heiminum, svo eitthvað sé nefnt.
* Ég var áreittur í Kringlunni í gær þegar ég spókaði mig við glerhandrið við Hagkaup. Nokkrar upprennandi mellur komu til mín (ca 12 ára) og buðu mér dollu af ís, rétt eins og ég væri konungur (hneygðu sig og allt). Ég afþakkaði og gekk svo í burtu þegar önnur stelpa bað mig hlæjandi um að reima skónna sína. Bölvaðar hórur út um allt.
* Ég fer á Egilsstaði um helgina og hyggst vinna þar á föstu-, laugar- og sunnudaginn, allan daginn, alltaf, á skattstofu austurlands.
* Bíllinn, Peugeot 206, hefur gengið núna í 6 daga í röð án þess að bila. Það er fréttnæmt.

Fleira er ekki í fréttum. Veriði sæl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.