Í dag á viðgerðin á bílnum mínum 3ja vikna afmæli. Þann 18. janúar fór ég með hann í olíuskipti og fékk þau tíðindi að headpakkning væri slöpp. Svona er heildarsagan:
* 18. janúar: V(iðgerðarmaður) ætlar að kíkja á hann daginn eftir.
* 19. janúar: V tilkynnir að það muni kosta kr. 120.000 að gera við. Hann ætlar að byrja eftir helgi. Ég fæ mitt fyrsta taugaáfall við fréttirnar.
* 22. janúar: V segir bílinn verða tilbúinn 26. janúar.
* 26. janúar: V segir bílinn ekki alveg tilbúinn. Hann verði það eftir helgi.
* 29. janúar: V segir eitthvað að vatnskassanum. Bíllinn verður tilbúinn 2. febrúar.
* 2. febrúar: V segir vanta eitthvað í vatnskassann. Hann pantar að utan. Verður komið 7. febrúar.
* 7. febrúar: Hluturinn ekki kominn. Hann kemur 8. febrúar.
* 8. febrúar: Hluturinn er kominn en enginn tími til að setja hann í. Hann verður til 9. febrúar.
Á morgun er 9. febrúar. Ég þori að veðja miltanu að hann verði ekki tilbúinn þá.
Að lokum; Krakkar: Munið að tannbursta ykkur kvölds og morgna og aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum versla ykkur Peugeot bifreið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.