þriðjudagur, 2. janúar 2007

Árið 2006 var geggjað fyrir margar sakir. Á því gerðist ég viðskiptafræðingur, gaf út mína fyrstu bók, ferðaðist til Ítalíu og Svíþjóð í fyrsta sinn, hóf störf hjá 365 og gerðist ljóðskáld.

Hér er fullkomlega tæmandi listi yfir það sem gerðist árið 2006 hjá mér:

Janúar
Fékk síðustu önnina mína í HR ókeypis vegna góðs námsárangurs.
Ók um 5.000 km, fram og til baka yfir landið.
Lalli Lancer, fyrrum bifreið mín dó en var lífguð við af Markúsi.
Keypti gönguskó í fyrsta sinn.
Arthur á ensku byrjar.
Hætti að blogga.

Febrúar
Byrjaði aftur að blogga án athugasemda við færslurnar.
Arthúr seldur í Sirkustímarit DV.

Mars
Bolasala Arthúrs hefst.
Fékk 2ja vikna flensu.
Grein um Arthúr birtist í Morgunblaðinu.
Keypti nýjan bíl (Bjarni Fel (Peugeot 206)).
Keypti nýtt púst undir nýjan bíl.

Apríl
Gekk út af minni fyrstu bíómynd (the producers er versta mynd allra tíma).
Gerðist ljóðskáld.
Vann í BS ritgerð.

Maí
Kláraði HR með stæl (lægsta meðaleinkunn mín í HR).
Heimsótti Styrmi bróðir og fjölskyldu hans í Svíþjóð.
Fór til Ítalíu með Soffíu og brann inn að beini.

Júní
Byrjaði að vinna á Skattstofu Austurlands, enn einu sinni.
Flutti inn til Soffíu, eða foreldra hennar.
Mætti ekki í útskriftina mína.
Spilaði körfubolta, lyfti lóðum og vann.

Júlí
Grein um Arthúr birtist í Fréttablaðinu.
Átti einn besta afmælisdag allra tíma.
Peugeotinn bilaði.
Peugeotinn komst í lag.

Ágúst
Hætti á skattstofunni og flutti suður.

September
Atvinnulaus og illa lyktandi í 3 vikur.
Uppgötvaði Sojakjöt.
Hóf störf hjá 365.

Október
Trúði ekki að það væri kominn október strax.

Nóvember
Arthúrbók kemur út.
Setti athugasemdir aftur inn á bloggið.

Desember
Fór austur í jólafrí.
Skemmti mér vel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.