mánudagur, 27. nóvember 2006

Með hærri aldrei hef ég alltaf horft minna og minna á sjónvarp. Sennilega vegna þess að ég hef stundað internetið meira og meira í frítíma mínum.

Allavega, ég er þó með nokkrar sjónvarpsstöðvar og þær hafa margfaldast undanfarið. Hér eru stöðvarnar og ástæðan fyrir því:

Byrjunarpakkinn: RÚV, RÚV+, Skjár 1, Skjár 1 plúseinn, Sirkus og Sirkus+.
Þessar stöðvar eru ókeypis eða maður neyddur til að fá þær.

Viðbót 1: Fótboltastöðvar einhverjar og Vod-hluti Skjásins.
Fékk þetta ókeypis með rándýrri internettengingu Símans.

Viðbót 2: Stöð 2, Stöð 2+, Sýn, Sýn+, Sýn Extra, NBA TV og allar erlendar stöðvar sem hægt er að fá hjá 365.
Þetta fékk ég á vægu verði þar sem ég er starfsmaður hjá 365. Ég vildi fá mér NBA TV og þar sem hinar stöðvarnar kosta ekkert aukalega fyrir mig þá tók ég því.

Hér eru stöðvarnar sem ég horfi eiginlega bara á: Skjár 1, Skjár 1 plúseinn, Sirkus, Sirkus+ og NBA TV.

Alls er ég því með, á að giska, um 80 stöðvar og ég horfi á fimm.

Það er 6,25% árangur. Frekar lélegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.