Ég lenti í slagsmálum á leið í vinnu í morgun. Ég nefnilega sofnaði í ca hálfa sekúndu keyrandi í vinnuna og ákvað að grípa til örþrifaráða. Ég byrjaði á því að löðrunga mig í framan og þegar það gekk illa jók ég kraftinn sem ég setti í höggin. Við það varð ég pirraður ofan í þreytuna svo ég ákvað að meiða mig meira. Ég sló hendinni í stýrið svo ég meiddi mig í hendinni.
Að lokum sættust allir og ég komst í vinnuna, þó ég muni ekki hvernig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.