þriðjudagur, 21. nóvember 2006

Ég hef uppgötvað hjá mér nýtt blæti (e.: fetish). Um daginn keypti ég risavaxið sápustykki á kr. 520 bara af því það lyktaði ómótstæðilega. Reyndar lyktuðu öll sápustykkin frá þessu fyrirtæki ómótstæðilega og ég var ca 25 mínútur að ákveða hvaða stykki ég ætti að velja.

Það er ekki auðvelt að vera með sápustykkjablæti. Sennilega álíka erfitt og að kunna illa að fara með peninga, nema kannski örlítið erfiðara.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.