föstudagur, 5. maí 2006

Það er ótrúlegt hvað vondir drykkir geta lyktað vel. Nokkur dæmi:

* Bjór. Lyktar mjög vel og er girnilegur á að líta. En bragðið er hreinn viðbjóður, sama hvaða tegund er um að ræða eða hitastig drykksins.

* Kaffi. Ef kaffi myndi bragðast eins og það lyktar þá væru öll heimsins vandamál úr sögunni. Ef það lyktaði eins og það bragðast þá myndi ekki nokkur maður drekka þennan viðbjóð.

* Ilmvatn. Sama hvaða tegund, það er ekki hægt að drekka þennan viðbjóð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.