Enn ein heppnissagan: Í kvöld langaði mig skyndilega í gos og það fengust aðeins hálfslítra flöskur í sjálfsalanum hérna í HR. Samkvæmt minni mínu kostuðu þær 150 krónur stykkið. Ég hóf að telja saman peningana og komst að því að ég átti bara 147 krónur. Að láta 3 krónur vanta upp á er býsna pirrandi. En þá komst ég að einhverju sem bjargaði mér. Það er búið að hækka 0,5 lítra gosið í 160 krónur hérna í HR.
Nú vantaði 13 krónur upp á sem er ekkert svo pirrandi. Fjúkk!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.