Ég ætla að gefa öllum byrjunarbloggurum holl ráð, þar sem ég hef bloggað í rúm þrjú ár. Ég vildi að ég væri stoltur af því. En allavega, hér eru ráðin:
* Aldrei blogga um fótbolta. Það gerist ekki leiðinlegra.
* Aldrei koma með ráðleggingar um það hvernig aðrir eigi að blogga. Þú verður bara óvinsæl(l).
* Aldrei, undir neinum kringumstæðum, hlusta á ráðleggingar annarra um það hvernig eigi að blogga.
Ef þið farið eftir þessum ráðleggingum ættuð þið að geta haldið úti fínasta bloggi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.