föstudagur, 25. nóvember 2005

Til marks um það hversu utan við mig ég er í dag þá gleymdi ég öllu mínu dóti heima nema skóladótinu. Þetta uppgötvaði ég auðvitað þegar ég var mættur í skólann. Ég var ekki með neitt aðgangskort, engann pening, ekkert kort, engan farsíma og engar nærbuxur. Það var eiginlega bara heppni að ég var í fötum yfirleitt því ég minnist þess ekki að hafa klætt mig í þau í morgun. Þegar ég nefni þá þá man ég ekki eftir því að hafa byrjað þessa bloggfærslu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.