sunnudagur, 6. nóvember 2005

Ég er búinn að fá nóg af fólki sem hlær að mér fyrir að halda hinu rétta fram; nágrannar er raunveruleikasjónvarp. Hér eru nokkrar spurningar fyrir ykkur sem halda því fram að þetta sé allt "gert eftir handritum", leikið og leikstýrt:

* Hvernig í ósköpunum áttu leikstjórarnir og höfundarnir að láta Madge hans Harold fá krabbamein og deyja? Þeir eru kannski leikstjórar en ekki guðir!

* Ef þetta er allt samið og leikstýrt; af hverju er þá ekki búið að góma þann sem kveikti í Lou's Place og kaffistofu Harold? Þeir sem skrifuðu þetta hljóta að vita hver gerði þetta og því væri hægt að handtaka helvítið strax.

* Nýlega kom í ljós að Gus nokkur var myrtur og brenndur. Hvaða leikari haldið þið að samþykki að láta drepa sig og brenna? Enginn!

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur; Nágrannar er bein útsending frá Ástralíu. Það er ekkert samsæri í gangi, engir leikstjórar og enginn leikari. Hættið þessu tuði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.