föstudagur, 18. nóvember 2005

Þegar ég er saddur þá verð ég þreyttur.
þegar ég er þreyttur þá verður mér kalt.
Þegar mér er kalt fer ég í fleiri föt.
Þegar ég er í mörgum fötum þá fæ ég innilokunarkennd.
Þegar ég fæ innilokunarkennd þá snappa ég.
Þegar ég snappa þá er ég til alls líklegur.
Þegar ég er til alls líklegur þá er ég óáreiðanlegur.
Og mér finnst ekki gaman að vera óáreiðanlegur.

Þá vitið þið af hverju ég er svona mjór.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.