miðvikudagur, 16. nóvember 2005

Ef aðeins ég hefði látið hugboð mitt í fyrra ráða um að kaupa milljón eyrnatappa (þeim er stungið í eyrun til að heyra ekkert, notað til að læra) þegar tækifæri gafst, væri ég orðinn vellauðugur í dag. Eyrnatappar hafa nefnilega hækkað úr kr. 35 stykkið í kr. 50 stykkið á bókasafni HR! Það gerir alls ca 43% hækkun á milli ára. Ég hefði betur hringt í bankann í fyrra og beðið um 35 milljón króna yfirdrátt fyrir eyrnatöppum.

Skiptir ekki mál. Mér finnst peningar ofmetnir hvort eð er. Ég er meira fyrir núðlur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.