þriðjudagur, 1. nóvember 2005

Dagskráin hjá mér í skólanum þessa önnina er orðin býsna skrautleg. Föstudaginn 11. nóvember næstkomandi verð ég að vera búinn að skila inn fjórum risaverkefnum sem gilda samtals 137 prósent af heildareinkunn námskeiða (sem eru 5 talsins). Sú hugsun að dreifa þessum verkefnum jafnara yfir önnina er kennurum fjarlæg svo að nú eru góð ráð dýr. Ég hef sett fram eftirfarandi áætlun:

2.-9. nóvember: Læra.
9. nóvember: Æla blóði af stressi. Fá mér smá að borða. Fara í sturtu. Skipta um nærbuxur.
10.-11. nóvember: Læra.

Hljómar eins og skotheld áætlun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.