fimmtudagur, 13. október 2005

Mig langar að skrifa bloggfærslu núna. Til þess að skrifa færslu þarf eftirfarandi formúla að vera í lagi:

Bloggfærsla = tí * tö(nt * r) * ne * f * g * v * h

tí = Tími
tö = Tölva
nt = Nettenging
r = Rafmagn
np = netpláss/aðgangur að bloggþjónustu
f = Fingur
g = Geðheilsa
v = Vilji
h = Hugmynd

Allar breyturnar eru binary breytur: annað hvort 0 eða 1. Bloggfærsla verður ekki til nema að útkoman sé 1.

Þessa vikuna hefur mikið verið um 0 í tí og v hjá mér ásamt h og biðst ég velvirðingar á því. Í dag vantar h. Ég vona að það muni aldrei vanta f, hvað þá g.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.