mánudagur, 31. október 2005

Í gær kíkti ég á beina útsendingu frá Melbourne í Ástralíu, nánar tiltekið Ramsey stræti í Erinsboroughhverfi. Þar gerðist margt slæmt en þó aðallega að barinn hans Lou, Lou's Place og kaffistofa Harold, Coffee Shop, brunnu til grunna. Það vill svo skemmtilega til að ég sá hver gerði þetta og hef ég gefið mig fram við lögreglu til að lýsa viðkomandi. Lögreglan í Reykjavík ætlaði að hafa samband þegar þeir væru tilbúnir fyrir vitnisburð minn.

Minningarstund!



Brent, maður Beth sem síðar tók upp nafnið Natalie Imbruglia á Lou's Place.



Harold Bishop og Charlene á Lou's Place.



Lou og fyrrum hjónin Susan og Karl Kennedy á The Coffee Shop.



Allt brann til kaldra kola í gær. Grátur og gnístan tanna.



Öll mín samúð fer til þessa manna, eigenda verslunanna í fjöldan allan af árum;


Lou Carpenter.



Harold Bishop.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.