Arthúrssíða okkar Jónasar hefur dregið að sér í kringum 40.000 heimsóknir í októbermánuði. Þetta segir okkur eftirfarandi:
* Ef hver heimsókn varir í 15 sekúndur höfum við tafið Íslenskt atvinnu-, skóla- og öryrkjalíf um 10.000 mínútur sem gera 166,67 klukkustundir eða næstum 7 sólarhringa eða rúmlega heilt starf á mánuði. Af þessu er ég sérstaklega stoltur.
* Ef hver heimsókn leiðir af sér bros í þriðja hvert skipti og hvert bros leiðir af sér tvö gleðistig (það þarf 100 gleðistig til að finna til hamingju) þá höfum við framleitt 26.667 gleðistig og þarmeð gert um 267 manns hamingjusama.
* Ef einn af hverjum þúsund gestum ákveður að fremja ofbeldisverk í kjölfar heimsóknar á síðuna höfum við framleitt 40 ribbalda.
* Ef hundraðasti hver gestur kíkir á "um höfunda" og annar hver af þeim kíkir á síðuna mína og annar hver af þeim kíkir á hver ég er þá þekkja mig 100 manns í gegnum Arthúr... sem er minna merkileg niðurstaða en ég hélt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.