miðvikudagur, 21. september 2005

Ég hef verið klukkaður aftur, í þetta sinn af Salóme nokkurri. Ég veit ekki alveg hvort það megi klukka mig aftur en þar sem mér finnst fátt skemmtilegra en að tala um sjálfan mig (sjá þessa síðu t.d.) þá tek ég þessu klukki og kem með fimm persónuleg atriði í viðbót um mig.

Hér eru fyrstu fimm atriðin og lítillega um hvað klukk er.

1. Ég er með eitt versta tilfelli af athyglisbresti sem til er. Ég get aldrei einbeitt mér að neinu í lengur en 3-4 sekúndur í senn. Oftast er ég að gera ca 6-10 hluti í einu án þess að fatta það.

2. Skammtímaminni mitt er ekkert. Ég man sjaldnast lengur aftur í tímann en 10 sekúndur. Ég krota því mikið í hendina á mér og er með tölvuna fulla af stafrænum minnispunktum.

3. Ég er með 15 grá hár á hausnum. Mér til huggunar eru þetta sömu 15 gráu hár og voru á hausnum fyrir fjórum árum síðan.

4. Ég er vinstri. Grænn, nánar tiltekið.

5. Ég get ekki fitnað. Ég borða nánast bara óhollustufæði og er, samkvæmt samfélaginu, horaður. Mér finnst ég þó með einn fallegasta líkama evrópu.

Ég hlýt að mega klukka nokkra í viðbót fyrst ég þurfti að deila þessu með ykkur. Ég klukka því Óla Rú, Esther, Sigmar Bónda og Markús.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.