föstudagur, 23. september 2005

Það er eitthvað skrítið í loftinu. Á Laugarveginum í dag, þar sem ég gekk um og leitaði að buxum til að kaupa, gerðist eftirfarandi:

* Lalli Johns veifaði mér hinum megin við götuna, hljóp svo til mín, tók í höndina á mér og varð samferða í Dogma. Við spjölluðum vel og lengi eins og bestu vinir. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé hann í persónu. Kannski les hann bloggið mitt.

* Davíð Þór Jónsson, fyndnasti maður íslandssögunnar, horfði vel og lengi á mig þegar hann gekk framhjá sjoppu, í hverri ég sat og snæddi pylsu og drakk kók.

* Freyr Eyjólfsson, besti útvarpsmaður landsins, hjólaði framhjá mér eins og ekkert sé sjálfsagðara.

* Stefán Pálsson, fyrrum dómari í Gettu Betur, friðarsinni og ljóngáfaður vinstri grænn (eftir því sem ég best veit) gekk framhjá mér og sagði "Sæll" við mig. Ég hef aldrei hitt hann í persónu áður, svo ég viti.

Þrír af fjórum virtust kannast við mig. Ég hlýt að líkjast einhverjum svona mikið. Spurning hver það er. Ég hallast að Andreu Gylfadóttir.

Allavega, ég fann buxur og keypti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.