fimmtudagur, 22. september 2005

Eftir gott spjall við Óla Rúnar, lærdómsfélaga og klukkfórnarlamb mitt, komumst við að því að besta nafn allra tíma á hryllingsmynd er "Scullrapers of death from hell". Okkur til hryllings uppgötvuðum við stuttu síðar að það er ekki til mynd sem heitir þetta.

Ég auglýsi því hérmeð eftir eftirfarandi:

* Handriti að mynd sem hæfir þessum titli.
* Aðalleikurum ca 5-6 manns.
* Ca 2.500 manns til að leika dautt fólk.
* Leikstjóra.
* Myndavél.
* Svona klippiborð sem fer fyrir myndavélina áður en sena byrjar.

Ég myndi bjóða mig fram í leikstjórahlutverkið ef ég horfði á hryllingsmyndir. Scullrapers of death from hell mun fara ótroðnar slóðir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.