miðvikudagur, 17. ágúst 2005

Í gær skipti ég snöggt yfir á útvarpsþátt Þórhalls miðils þar sem hann var að tala við manneskju og segja henni að einhver draugur vissi allt um viðkomandi; bakverkinn, fjölskyldumál, gæludýr og ýmislegt fleira. Undir lokin sagði svo Þórhallur orðrétt: "Ertu sátt við mig?" og fékk svarið "Sátt? Ég er karlmaður!"

Draugurinn átti þá ekki að vita kynferðið á aumingja manninum, sem hélt að draugurinn væri frændi sinn. Maðurinn var ekki sáttur og ég gat ekki hætt að hlæja.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.