fimmtudagur, 18. ágúst 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrri hluta kveðjuhátíðar á skattstofunni var að ljúka en á morgun er síðasti vinnudagur minn hérna í bili. Í kaffinu voru hvorki fleiri né færri en þrjár kökur auk 2,5 osta með kexi og sultu. Það gera um 0,6 köku og 0,5 ost á mann þar sem aðeins 5 starfsmenn eru að vinna í dag. Ég borðaði ekki nema 0,12 köku og 0,23 osta sem eykur magn hinna í 0,72 köku á mann og 0,5675 ost á mann. Verður það að teljast góðverk dagsins þar sem ég er of saddur til að gera fleiri góðverk í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.