fimmtudagur, 21. júlí 2005

Hér er fréttainnskot:

Undirritaður var rétt í þessu að ljúka við sinn fyrsta heila kaffibolla og þann síðasta í framhaldi af geðsjúkri syfju sem sótt hefur að honum í morgun. Fyrstu viðbrögð líkamans við kaffibollanum eru svitaköst og ónot í maga ásamt andremmu. Líðan er eftir atvikum viðunandi og syfjan á undanhaldi. Við látum vita um leið og breyting verður á en búast má við hamskiptum næstu klukkustundir.

Ástæða syfjunar er lítill svefn en nammi var lagt til munns í nótt með fyrrgreindum afleiðingum.

Hlekkur á syfju.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.