Á skattstofunni vinn ég í stól sem hefur sjálfstæðan vilja. Þegar ég býst síst við því, lækkar hann sig niður í gólf. Þetta gerist ca fimm sinnum á dag og get ég ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta, nóg hef ég reynt. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fengið nóg.
Ég bið því lesendur þessa veftímarits vinsamlegast um að ganga ekki undir utanverða glugga skattstofunnar næstu daga þar sem viðkomandi á það á hættu að fá stól í hausinn, ásamt talsverðu magni af glerbrotum, ef ég dríf í gegnum tvöfalt glerið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.