Í ljósi aukinna vinsælda minna hef ég ákveðið að minnka þær aftur með eftirfarandi færslu og fá þannig aukinn vinnufrið:
Það eru nokkur atriði sem aðskilja Egilsstaðabúa frá restinni af landinu og hér eru þau:
* Það stoppar enginn bíl sinn við gangbraut þegar einhver þarf að ganga yfir.
* Það býður enginn starfsmaður í verslunum fram aðstoð sína við viðskiptavini, nema í gömlu versluninni Skógum, sama hversu sauðslegur viðskiptavinurinn er á svipinn.
* Það notar enginn flautuna á bílnum nema hann sé að heilsa einhverjum gangandi eða í næsta bíl.
* Egilsstaðabúar bregðast mjög illa við svona bloggfærslum.
Síðasta atriðið er notað sem forvörn við of slæmum viðbrögðum Egilsstaðabúa sem þetta lesa. Ef þeir bregðast illa við þýðir það auðvitað að listinn er réttur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.