Hér eru nokkur svör við spurningum sem brenna á vörum ungra barna í dag varðandi fullorðinsárin:
* Foreldrar ykkar eru ekki alvitrir.
* Fullorðnir eru mjög oft heimskari en þið.
* Þið munuð skulda mjög mikinn pening á fullorðinsárum.
* Þið eigið eftir að kynnast undraheimum athyglisbrests.
* Suma daga mun ykkur ekki langa fram úr rúminu, ótrúlegt nokk.
* Svefn verður skemmtilegasta afþreyingin.
* Teiknimyndir laga ekkert á fullorðinsárum.
* Það verður bannað að gráta.
* Þið komist að því að þeim mun minna sem þið hugsið, því hamingjusamari verðið þið.
* Þið munuð hugsa of mikið.
* Allt sem þið reynið mun mistakast í fyrsta, og oft eina skiptið.
* Þið munuð sennilega kynnast veikindum og kvillum sem mun angra ykkur vel og lengi.
* Minnsta ákvörðun verður að vandamáli.
* Allar líkur eru á því að þið verðið þunglynd einhverntíman á lífsleiðinni.
* Þið munið aldrei hræra heila skál af súkkulaðikremi og borða.
* Það er ekki gaman að vera fullorðinn og að ráða sér sjálfur.
Ef áætlun mín gengur eftir mun ég halda fyrirlestra í grunnskólum á næstu önn um þetta efni. Ég hefði orðið þakklátur ef einhver fullorðinn hefði skrifað svona fyrir mig þegar ég var ungur og fullur af væntingum.
Ef ekki þá vona ég bara að einhver krakkinn hafi farið að gráta við lesturinn. Enn eitt skrefið tekið í átt að því að verða illur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.