Það er vægast sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana. Hér kemur tæmandi áætlun yfir hinn dæmigerða dag hjá mér:
08:00 Mæti í vinnu á skattstofunni.
19:00 Vinnan búin.
19:10 Létt máltíð.
19:30 Sund/lyftingar.
21:00 Vinna við að þrífa skattstofuna.
22:00 Oftar en ekki göngutúr.
22:45 Heim að slappa af / klára ýmsa smáhluti.
01:00 Sofa.
Þetta á við um alla daga nema helgarnar. Þá vinn ég til ca 21:00 á kvöldin þar sem íþróttahúsinu er lokað klukkan 17:00.
Ef ég hefði ekki svona mikið að gera væri ég löngu búinn að missa vitið og jafnvel meira en það. Ég veit allavega að ég missi skeggið í kvöld, sem ég hef nú safnað í næstum viku. Ástæðan er hvorki snyrtimennska né tillitssemi við aðra heldur ótti við að vera rekinn ef ég læt ekki verða af þessari aðgerð fljótlega þar sem ég líkist meira fjöldamorðingja með hverjum deginum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.